fbpx

Gönguferðir

Sumarið 2020 bjóða Skorrahestar uppá leiðsagðar gönguferðir um Austfirsku fjalladýrðina. Ýmsar gönguleiðir eru boðnar, allt eftir áhuga og þoli, en allar eiga þær sameiginlegt að kynnast náttúrunni og hennar fjölbreytileika, svo sem fossum og flúðum, ám og lækjum, mýrum og melum, plöntu og dýralífi. Leiðsögumaðurinn er borinn og barnfæddur Norðfirðingur tilbúinn til að lýsa því sem fyrir augu ber og krydda það með sögum af fornu og nýju.

Í lok ferðar er boðið uppá pönnukökukaffi að hætti heimamanna og þar gefst góður tími til að spjalla og njóta samvistanna. Hópastærð er haldið í lágmarki til þess að allir fái sem best notið.

Gönguferðirnar eru á sama tíma og 2 klst reiðtúrar, þannig að ef einhver í hópnum kýs reiðtúr í stað gönguferðar þá er hægt að koma því við og hittast svo saman í kaffinu. 

Dagsetningar
Júní – September 2020

Upphaf og endir
12:30-16:30

Göngutími
2 klukkustundir (13:00-15:00)

Innifalið
Leiðsögð gönguferð, íslenskar pönnukökur og kaffi

Verð
ISK 15.500

Athugið
Göngumaður verður að vera í nægilega góðu formi, þar sem gönguleiðir eru utanvegar, uppí móti og yfir litla læki

Hópafsláttur
Fyrir stærri hópa (4+): Vinsamlegast sendið skilaboð

 

Bóka gönguferð

Loading...

Ertu með spurningar? 

Ekki hika við að senda okkur línu.

6 + 5 =